Frístundamiðstöðin til umfjöllunar í Landanum

Frístundamiðstöðin við Garðavöll var til umfjöllunar á RÚV í þættinum Landanum.

Þar var rætt við Brynjar Sæmundsson vallarstjóra Garðavallar, Guðmund Sigvaldason framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis og Sævar Frey Þráinsson bæjarstjóra.

Í viðtölunum kemur m.a. fram að ástand Garðavallar lofi góðu fyrir sumarið. Töluverðar framkvæmdir standa yfir þessa dagana á vellinum og þar ber hæst nýir teigar á 4. og 10. braut.

Bygging Frístundamiðstöðvar gengur vel en gert er ráð fyrir að taka hana í notkun vorið 2019.

Bráðabirgða aðstaðan sem sett verður upp fyrir sumarið 2018 verður fyrsta flokks. Það verður nóg um að vera á mótahaldi hjá Leyni þrátt fyrir uppbyggingartímabilið sem er framundan.

Smelltu hér til að horfa á innslagið: