Myndasyrpa frá tónleikum Stebba Jak og Andra

Söngvarinn Stefán Jak og Andri Ívars gítarleikari hafa á undanförnum misserum vakið mikla athygli fyrir flutning sinn. Þeir hafa notað samfélagsmiðlana til þess að koma efni sínu á framfæri og þeir eru einnig iðnir við tónleikahald.

Í gær heimsóttu þeir Akranes og var vel mætt á tónleikana sem fram fóru í Gamla Kaupfélaginu. Stefán Jak. og Andri spila aðeins bestu lög í heimi að þeirra sögn, í tilþrifamiklum órafmögnuðum útsetningum.

Á lagalistanum var þungarokk, popp,  hugljúfar ballöður og allt þar á milli. Hér má sjá myndasyrpu frá tónleikunum frá því í gær.