Þorrablótið skilar miklu til samfélagsins

Þorrablót Skagamanna hefur skilað miklu til þeirra félaga sem leggja hönd á plóginn. Í gær bauð Club 71 hópurinn sem stendur á bak við Þorrablótið til fundar þar sem sjö félög fengu úthlutað veglegum upphæðum fyrir þeirra vinnu á Þorrablótinu. Sex af þessum félögum tengjast íþróttum auk Björgunarfélags Akraness.

Rúmlega fimm milljónum var úthlutað og var því skipt þannig.

Íþróttabandalag Akraness (500.000 kr.)
FIMA – Fimleikafélag Akraness (260.710 kr.)
Golfklúbburinn Leynir (495.971 kr.)
Sundfélag Akraness (419.366 kr.)
Björgunarfélag Akraness (521.489 kr.)
Þjótur, Íþróttafélag fatlaðra (368.302 kr.)
Knattspyrnufélag ÍA (1.338.472 kr.)

Frá upphafi hefur Þorrablótið skilað tæplega 21 milljón kr. til ýmissa félaga á Akranesi.