Biðtími eftir viðtalstíma hjá lækni hjá Heilsugæslunni á Akranesi er styttri í dag en hann var áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnun Vesturlands og starfsfólki Heilsugæslunnar.
Mönnun lækna og hjúkrunafræðinga á Heilsugæslunni á Akranesi er betri og skipulegri en oft undanfarið.
Dagvakt heilsugæslunnar með lækni og hjúkrunarfræðingi alla virka daga frá 8-16. Fólk með bráð vandamál er eindregið hvatt til þess að nýta þá þjónustu sem er í boði á dagvaktinni þar sem aðstæður og þjónustuskilyrði til að sinna sjúklingum er betri en á vakt eftir að dagvinnu lýkur.
Símaafgreiðsla er opin virka daga kl. 07:45 – 18:00.
Slysadeild er opin frá kl. 08 – 16 virka daga, auk þess er bráðaþjónusta allan sólarhringinn sem sinnt er frá handlækningadeild.
Símatímar lækna.
Vaktsími heilsugæslulæknis 1700
Neyðarnúmer er 112 – fyrir slys og bráðatilfelli.
Símaviðtal heilsugæslulækna
Fyrirkomulagi símaviðtalstíma heilsugæslulækna á Akranesi er eftirfarandi:
Hringt er í síma HVE Akranesi, 432 1000 á tímaibilinu kl. 10:30 – 11:30 og símaviðtal við heilsugæslulækni pantað.
Viðkomandi heilsugæslulknir hringir í uppgefið símanúmer á símatíma læknis.