Marella er nýr formaður ÍA – tekur við af Helgu

Marella Steinsdóttir er nýr formaður Íþróttabandalags Akraness. Hún tekur við af Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur sem var fyrsta konan til að gegna þessu embætti. Marella er því önnur konan sem er formaður Íþróttabandalagsins.

Töluverðar breytingar eru á framkvæmdastjórn ÍA eftir 74. ársþing ÍA sem fram fór á Jaðarsbökkum í kvöld.

Sigurður Arnar Sigurðsson varaformaður ÍA gaf ekki kost á sér til endurkjörs og Þráinn Haraldsson stjórnarmaður gerði slíkt hið sama.

Framkvæmdastjórn ÍA er þannig skipuð: 

Formaður: Marella Steinsdóttir, Hörður Helgason (varaformaður), Dýrfinna Torfadóttir,  Tjörvi Guðjónsson og Svava Huld Þórðardóttir. Varamenn í stjórn eru Ragnhildur Inga Aðalsteinsdóttir og Pálmi Haraldsson. Dýrfinna og Tjörvi eru ný í framkvæmdastjórninni.

Árskýrslu ÍA má lesa hér: eða með því að smella á myndina:


Formenn ÍA frá upphafi. 

2016 – 2018: Helga Sjöfn Jóhannesdóttir.
2014 – 2016: Sigurður Arnar Sigurðsson.
1999 – 2014: Sturlaugur Sturlaugsson.
1992 – 1999: Jón Runólfsson.
1984 – 1992: Magnús Oddsson.
1981 – 1984: Andrés Ólafsson.
1980 – 1981: Svavar Sigurðsson.
1977 – 1980: Þröstur Stefánsson.
1972 – 1977: Ríkharður Jónsson.
1971 – 1972: Óli Örn Ólafsson.
1965 – 1971: Guðmundur Sveinbjörnsson.
1963 – 1965: Lárus Árnason.
1951 – 1963: Guðmundur Sveinbjörnsson.
1949 – 1951: Óðinn S Geirdal.
1948 – 1949: Stefán Bjarnason.
1946 – 1948: Þorgeir Ibsen.