Hvað vilt þú að gert verði við strompinn? – skoðanakönnun

Heitar umræður hafa átt sér stað um framtíð strompsins við Sementsverksmiðjuna. Niðurrif Sementsverksmiðjunnar stendur nú yfir og á næstu árum verða fá ummerki eftir af þessu mannvirki.

Stærstu fjölmiðlar landsins fjalla báðir um málið nýverið

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í viðtali við visir.is að gera eigi vandaða skoðanakönnun á meðal bæjarbúa. Og niðurstaða hennar mun ráða því hvort strompurinn eigi að fá að standa eða ekki. Mbl.is var með þessa frétt um málið.

Skagafréttir fjölluðu um málið í lok ágústmánaðar á síðasta ári. Þar var sett af stað skoðanakönnun þar sem rúmlega 1.600 manns hafa kosið – og 6 af hverjum 10 eru á þeirri skoðun að rífa eigi strompinn.

Sam­kvæmt út­tekt sem verk­fræðistof­an Mann­vit gerði fyr­ir Akra­nes­bæ þarf um 28 millj­ónir króna til viðhalds á strompinum nú þegar ef hann á standa.  Reglu­legt viðhald á stromp­in­um á sex ára fresti yrði um 11 millj­ón­ir króna.

Sævar Freyr er sjálfur á þeirri skoðun að strompurinn eigi að fara en hluti af strompinum verði áfram á þeim stað þar sem hann er í dag.

„Þannig að fólk geti séð leifar af því hvar hann stóð. Það er þannig sem ég myndi vilja ganga frá því, á snyrtilegan hátt, þannig að það yrði gaman að koma að því.“

Hver er þín skoðun um framtíð strompsins við Sementsverksmiðjuna?