Andri Snær reiknaði sig inn í Ólympíulið Íslands

Skagamaðurinn Andri Snær Axelsson gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands sem keppir í stærðfræði í júlí í sumar.

Andri Snær er nemandi í MR en hann er sonur Axels Gústafssonar og Kristínar Halldórsdóttur sem eru búsett á Akranesi.

Andri Snær þrætti þröngt nálarauga til þess að komast í þetta lið. Alls tóku 324 nemendur af öllu landinu í forkeppninni.

Rúmlega 40 komust í úrslit og var Andri Snær einn þeirra. Hann keppti síðan ásamt 17 öðrum íslenskum keppendum í Norrænni stærðfræðikeppni þann 9. apríl s.l.

Árangur hans var það góður í þeirri keppni að Andri Snær komst í Ólympíulið Íslands sem kepppir í Rúmeníu í sumar.