Átta nýliðar teknir inn í Björgunarfélag Akraness

Björgunarfélag Akraness fékk í gær góðan liðsstyrk þegar átta nýliðar bættust í öfluga sveit félagsins. Nýliðarnir skrifuðu undir eiðstaf sveitarinnar og teljast nú fullgildir meðlimir. Nýliðarnir eru: Björn Óskar Andrésson, Einar Þór Guðbjartsson, Ísak Máni Sævarsson, Ólafur Þór Pétursson, Sölvi Már Hjaltason, Styrmir Þór Tómasson, Úlfheiður Embla Blöndal og Þórólfur Kristjánsson.

Ein breytinga var á stjórn félagsins. Silvía Llorens gengur úr stjórn og var henni þakkað kærlega fyrir hennar vinnu á aðalfundinum sem fram fór í gær.

Á myndinni má sjá glæsilegan hóp nýrra félaga auk formanns og Samúels Þorsteinssonar, nýliðaþjálfara.

Núverandi stjórn skipa:
Birna Björnsdóttir, formaður.
Sigurður Axel Axelsson, varaformaður.
Kjartan Kjartansson, gjaldkeri.
Þórður Guðnason, ritari.
Kristján Hagalín Guðjónsson, meðstjórnandi.
Sigurður Ingi Grétarsson, varamaður.
Björn Guðmundsson, varamaður.