Nemendur FVA standa sig vel í góðgerðarmálum

Góðgerðarfélagið Eynir í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kom færandi hendi á dögunum í söfnuninni Mottumars hjá Krabbameinsfélaginu.

Eynir safnaði 158.634 kr.  á góðgerðasýningu sem fram fór í Bíóhöllinni á Akranesi.

Það voru Eva María Jónsdóttir, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir og Hjördís Brynjarsdóttir sem afhentu Krabbameinsfélaginu styrkinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Eynir færir Krabbameinsfélaginu gjöf.

Félagið styrkti einnig Krabbameinsfélagið með ágóða úr sjoppusölu á íþróttakeppni framhaldsskóla á Vesturlandi.