Stofnfundur stuðningsfélagsins Sterkir Skagamenn fór fram þann 11.apríl s.l. og var vel mætt á fundinn. Hugmyndin að stofnun Sterkra Skagamanna vaknaði í spjalli einstaklinga sem hafa átt sterka tenginu við fótboltann á Akranesi.
Umræðan í þeim hóp snérist um hvað einstaklingarnir gætu lagt að mörkum til að styrkja það góða starf sem unnið er af stjórn Knattspyrnufélags ÍA.
Niðurstaðan af því spjalli er að þeir sem láta sig fótboltann á Skaganum varða myndu stofna með sér félagsskap sem geti orðið kröftugur fjárhagslegur og félagslegur stuðningsaðili og bakhjarl Knattspyrnufélags ÍA.
Örn Gunnarsson stjórnaði fundinum og fór yfir helstu atriðin. Skipuð var stjórn og þau sem voru kosin eru þau Örn Gunnarsson, Haraldur Ingólfsson, Magnús Brandsson, Jón Gunnlaugsson og Dýrfinna Torfadóttir.
Á næstu dögum mun formleg skráning hefjast. Viðbrögð hafa verið mjög góð og hafa margir staðfest að þeir muni gerast félagar í „Sterkum Skagamönnum“. Stefnt er að því að ná alls 100 félagsmönnum og hafa nú þegar 50 aðilar skráð í félagið.
Lagt er upp með metnaðarfull markmið í þessum hugmyndum. Gert er ráð fyrir að hver einstaklingur greiði árlega kr. 100.000,- á ári, sem að öllu leyti verði ráðstafað til stjórnar Knattspyrnufélags ÍA. Í boði er að dreifa greiðslum yfir 12 mánuði.
Innifalið í þessu gjaldi verði verður miði á alla leiki meistaraflokka karla og kvenna, þar sem hver félagsmaður getur boðið einum gesti með sér.
Þá mun félagsskapurinn standa fyrir móttökum fyrir leiki á Íslandsmóti meistaraflokks. Einnig má hugsa sér ýmsa aðra viðburði þessu tengdu en það ræðst auðvitað af vilja félagsmanna.
Það er verðugt verkefni að koma knattspyrnunni á Akranesi að nýju í fremstu röð og sanna að hægt sé að byggja árangur á uppeldisstarfi félagsins.
Innifalið í þessu gjaldi verði verður miði á alla leiki meistaraflokka karla og kvenna, þar sem hver félagsmaður getur boðið einum gesti með sér
Til þess að slíkt verkefni takist þarf breiðfylkingu þeirra sem hafa stutt félagið um árabil og eru tilbúnir til þess að vera virkir þátttakendur í stuðningi við félagið. Það er einlæg ósk okkar sem að þessu standa að þú kæri stuðningsmaður sjáir þér fært að leggja þessu málefni lið.
Til að ganga til liðs við þennan félagsskap er unnt að senda tölvupóst á [email protected],
eða senda inn tilkynningu á facebook síðu félagsins.
Eftirtaldir aðilar hafa nú þegar gengið í stuðningsmannafélagið Sterkir Skagamenn.
Alfreð Karlsson, Arnór Smárason, Björn Bergmann Sigurðarson, Brynjólfur Guðmundsson, Dýrfinna Torfadóttir, Einar Brandsson, Gunnar Sigurðsson, Hannes Birgisson, Haraldur Ingólfsson, Haraldur Sturlaugsson, Heimir Fannar Gunnlaugsson, Katla Hallsdóttir, Magnús Brandsson, Magnús Guðmundsson, Ólafur Adolfsson, Smári Guðjónsson, Sturlaugur Haraldsson, Sævar Freyr Þráinsson, Örn Gunnarsson, Gísli Gíslason og Þórður Guðjónsson