Dean og kínverska landsliðið fékk brons og farseðil á HM

Skagamaðurinn Dean Martin er einn af aðstoðarþjálfurum hjá kínverska kvennalandsliðinu í knattspyrnu.

Dean hefur á undanförnum dögum staðið í ströngu með liðinu í Jórdaníu þar sem að Asíumótið fór fram.

Kínverska liðið endaði í þriðja sæti á Asíumótinu með 3-1 sigri gegn Taílandi.

Kína hafði fyrir leikinn tryggt sér keppnisrétt í úrslitum Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi sumarið 2019. Taíland, Kína, Ástralía og Japan komust öll á HM eftir þessa keppni í Jórdaníu.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson er aðalþjálfari kínverska landsliðsins en alls eru þrír íslenski þjálfarar við störf hjá kínverska knattspyrnusambandinu. Sigurður, Dean og Halldór Björnsson