Göngubrúin yfir Berjadalsá komin á sinn stað

Félagar úr Rótarýklúbbi Akraness ásamt dyggri aðstoð tveggja sterkra manna og settu niður göngubrú yfir Berjadalsá nýverið, Þetta er árleg athöfn en brúin er tekin upp á haustin svo hún skemmist ekki.

Nú er því hægt að beina göngumönnum, sem hyggja á göngu upp á Háhnjúk að fara upp Selbrekku og yfir ána inn í Berjadal og þannig upp á syðri tindinn. Sú leið er mörgum þægilegri.