Inga Elín þrefaldur Íslandsmeistari

Inga Elín Cryer, sundkona úr Ægi í Reykjavík, náði frábærum árangri á Íslandsmótinu í 50 metra laug um s.l. helgi. Skagakonan varð þrefaldur Íslandsmeistari. Hún vann til gullverðlauna í 100 m. og 200 m. flugsundi, og 200 m. skriðsundi.

Hún vann einnig þrenn bronsverðlaun með Ægi í boðsundum.

Inga Elín náði ekki lágmörkunum fyrir Evrópumeistaramótið en hún hefði þurft að bæta Íslandsmetin í hverri grein til að ná þeim.

Frábær árangur hjá Ingu Elínu sem er að ná fullum styrk eftir erfið s.l. tvö ár.