Atli og Sævar í verðlaunasætum á Íslandsmótinu í sundi

Skagamenn náðu fínum árangri á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fram fór í Laugardalnum um s.l. helgi.

Atli Vikar Ingimundarsson fékk bronsverðlaun í 100 metra flugsundi og bætti tíma sinn verulega. Sævar Berg Sigurðsson bætti árangur sinn í sama sundi og endaði í 7. sæti. Sævar Berg náði síðan í silfurverðlaun í 50 metra bringusundi á lokakeppnisdeginum.

Brynhildur Traustadóttir varði í 5. sæti í 400 metra skriðsundi og bætti tíma sinn í þessari grein. Brynhildur setti nýtt Akranesmet í 1500 m skriðsundi og bætti metið sitt um 21 sek. en það setti hún aðeins fyrir tveim vikum. Hún hafnaði í 4 sæti.

 

Ásgerður Jing Laufeyjardóttir bætti sig um 2 sekúndur í 100 metra bringusundi og endaði í 5. sæti í þessari grein. Ragnheiður Karen Ólafsdóttir bætti sig einnig verulega í þessari grein eða um 2 sekúndur og varð í 8. sæti.

Boðsundssveit ÍA varð í þriðja sæti í karlaflokki í 4×100 metra fjórsundi. Sveitina skipuðu þeir Erlend Magnússon, Sævar Berg, Atla Vikar og Sindri Andreas Bjarnasson.

Atli Vikar

Sævar Berg

Brynhildur