Skagamenn voru áberandi á Meistaramóti Íslands í badminton sem fram fór nýverið í TBR húsinu í Reykjavík. ÍA eignaðist Íslandsmeistara í B-flokki í einliðaleik karla og kvenna. Davíð Örn Harðarson sigraði í B-flokki líkt og María Rún Ellertsdóttir.
Símon Orri Jóhannsson, sem keppir fyrir TBR, er fæddur og uppalinn á Akranesi, sigraði í einliðaleik í A-flokki.
Róbert Þór Henn, sem er einnig Skagamaður en keppir fyrir TBR, komst alla leið í úrslit í aðalkeppnisflokknum í karlaflokki en hann tapaði í úrslitaleiknum.
Hinn þaulreyndi badmintonmaður Aðalsteinn Huldarsson komst í undanúrslit í einliðaleik karla í Æðstaflokki.
Fleiri keppendur sem tengjast Akranesi með einum eða öðrum hætti náðu fínum árangri á þessu móti. Drífa Harðardóttir, TBR, komst í undanúrslit í tvíliðaleik kvenna en hún var búsett lengi á Akranesi og hóf ferilinn með ÍA.
Sigríður Árnadóttir úr TBR komst í úrslit í einliðaleik kvenna þar sem hún tapaði, hún sigraði í tvíliða í Meistaraflokki og komst í undanúrslit í tvenndarleik. Sigríður er dóttir Skagamannsins Árna Þórs Hallgrímssonar sem var á sínum tíma í fremstu röð í badminton á heimsvísu.
Símon Orri Jóhannsson, sem keppir fyrir TBR, er fæddur og uppalinn á Akranesi, sigraði í einliðaleik í A-flokki.
María Rún Ellertsdóttir.
Davíð Örn Harðarson.