SkagaTV: Efnisgeymslan lætur undan stórvirkum vinnuvélum

Niðurrif Sementsverksmiðjunnar heldur áfram og á hverjum degi breytist svæðið töluvert. Á undanförnum dögum hefur verktakinn brotið niður hluta af efnisgeymslunni – sem var á sínum tíma stærsta mannvirki Íslands þegar það var byggt.

Verkið gengur ágætlega en ljóst er að Faxabrautin verður lokuð í lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Hér fyrir neðan er örstutt myndband frá því í dag, 25. apríl, og er ætlunin að fylgjast með gangi mála á skagafrettir.is með reglulegu millibili.