Kraftaverkin gerast enn á Rakarastofu Gísla

Á Rakarastofu Gísla gerðust ótrúlegir hlutir í dag þegar hinn eini sanni Ágúst Harðarson lét skerða hár sitt og skegg.

Gústi Harðar, sem oftast er kenndur við Dalasýslu, hafði ekki komið við hjá Gísla í rúmt ár. Og var útlitið á unga manninum frekar vígalegt svo ekki sé meira sagt.

Það var því verk að vinna fyrir Carmen Llorens sem fékk verkefnið á Rakarastofu Gísla í dag.

Við hér á skagafrettir.is samgleðjumst Gústa með þessa ákvörðun og óskum honum innilega til hamingju með að hafa fengið far með tímavélinni enda er gaurinn rétt tæplega þrítugur á ný ef marka má þessar myndir.