Mikill eldur í vinnuvél í malarnámu við Hvalfjarðargöngin

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út í dag í malarnámu við Hólabrú rétt norðan við Hvalfjarðargöngin. Þar hafði eldur komið upp í vélarrými á stórri vinnuvél. Viðgerð stóð yfir á vinnuvélinni og blossaði eldur upp.

Slökkviliðið náði að slökkva eldinn sem var töluverður eins og sjá má á þessum myndum. Skemmdir eru miklar á vélinni sem var rúmlega 10 ára gömul og er vélin líklega ónýt.