Mikill áhugi á starfi framkvæmdastjóra KFÍA

„Við höfum fengið margar fyrirspurnir um starf framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA og það eru án efa enn fleiri sem hafa áhuga á þessu spennandi starfi,“ segir Magnús Guðmundsson formaður KFÍA í samtali við skagafrettir.is.

Eins og áður hefur komið fram mun Hulda Birna Baldursdóttir, núverandi framkvæmdastjóri KFÍA, hætta störfum síðsumars og snúa í önnur störf.  Nánar um það mál í þessari frétt.

Auglýsing„Stjórn KFÍA hefur eins og áður segir fengið margar fyrirspurnir um starfið. Við finnum að það þykir eftirsóknarvert að koma á Skagann. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu, mikill kraftur í starfinu, og metnaður hjá öllum sem að félaginu koma  að ná enn lengra,“ segir Magnús.

Þeim sem vilja fá nánari upplýsingar um starfið er bent á að senda tölvupóst á [email protected]

Auglýsing:


 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/04/06/hulda-birna-haettir-sem-framkvaemdastjori-kfia/