Í hvað fara peningarnir? – Akraneskaupstaður opnar bókhaldið

Bókhald Akraneskaupstaðar er nú opið almenningi og er hægt að skoða og sækja fjárhagslegar upplýsingar um Akraneskaupstað beint úr bókhaldskerfi bæjarins.

Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar. Muninn kvikmyndagerð ehf. sá um framleiðslu efnisins og Margrét Blöndal sem talar inn á myndbönd ásamt bæjarstjóra Akraness.

Verkefnið sem hér um ræðir er unnið í samvinnu við ráðgjafasvið KPMG á Íslandi og er því skipt uppí tvo þætti, þ.e. tekjur og gjöld.

Leitast var við að gera efnið notendavænt og aðgengilegt sem og einnig var sérstök áhersla lögð á að hafa framsetningu skýra og einfalda.

Með því að opna bókhald bæjarins tryggir bærinn gagnsæi og opnari stjórnsýslu.„Við viljum með þessari opnun stuðla að bættu upplýsingastreymi til íbúa um hvað krónurnar okkar fara í. Samhliða þessari vinnu hafa verið útbúin myndbönd fyrir fjárhagsárið í ár og veita þau upplýsingar um einstaka málaflokka.

Myndböndin munu birtast eitt í einu á næstu dögum, bæði á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á samfélagsmiðlum. Fyrsta myndbandið af fjórum snýr annars vegar að skipulags- og umhverfissviði og hins vegar stjórnsýslu- og fjármálasviði.“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.