Rakel og María eru fulltrúar FVA í Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í kvöld og  í fyrsta sinn sinn í sögunni fer keppnin fram á Akranesi.

Skipulag keppninnar er í höndum Vinum Hallarinnar og verður bein útsending á RÚV frá Íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem viðburðurinn fer fram.

Fulltrúar Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi eru þær Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir. Atriði þeirra er með númerið 9009119 í símakosningunni sem fram fer í kvöld.

Við hér á skagafrettir.is hvetjum Skagamenn nær og fjær til að taka þátt.

Alls verða flutt 24 atriði og er búist við miklu fjölmenni í Íþróttahúsið við Vesturgötu í kvöld.