Krakkarnir í 9. bekk í „Grundó“ höfðu áhrif og fengu viðurkenningu

Nemendur í 9. bekk Grundaskóla fengu á dögunum viðurkenningu sem „Varðliðar umhverfisins“ fyrir verkefnið „Hafðu áhrif“ en það var unnið s.l. haust.

Viðurkenninguna veita Umhverfisráðuneytið, Landvernd og fleiri aðilar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra afhenti viðurkenninguna.

Verkefnin sem krakkarnir unni voru mjög fjölbreytt. Saumaðir voru innkaupa- og ávaxtapokar sem seldir voru á Malaví markaðnum. Nemendur fóru í heimsókn til yngri bekkja og ræddu við þau um mikilvægi flokkunnar og fylgdu því svo eftir með nokkrum heimsóknum – ásamt fleiri áhugaverðum verkefnum.

Krakkarnir skrifuðu einnig bréf til bæjarstjórans og óskuðu eftir því að það væru settar flokkunartunnur í skógræktina.



Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra afhenti viðurkenninguna.