Alexander fer í gula búninginn á ný – kallaður úr láni frá Kára

Alexander Már Þorláksson hefur verið kallaður úr láni frá Kára og eru allar líkur á því að hann verði í leikmannahóp ÍA í fyrsta leik liðsins gegn Leikni laugardaginn 5. maí.

Alexander skrifaði undir samning við ÍA í byrjun þessa árs en hann var kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá Kára árið 2017.

Alexander er framherji, fæddur árið 1995, en hann skoraði 17 mörk fyrir Kára í 3. deildinni í 18 leikjum. Hann hefur einnig leikið með Fram, KF og Hetti. Mynd/Ágústa.

Það ríkir mikil eftirvænting hjá Skagamönnum fyrir fyrsta leik ÍA í Inkasso-deild karla. Leikurinn fer fram í Akraneshöllinni laugardaginn 5. maí og hefst kl. 14.

Það verður mikið um að vera á Jaðarsbakkasvæðinu fyrir leikinn. Grillið verður sjóðheitt og úrvalshamborgarar seldir fyrir leik, miðasalan verður á Aggapalli. Kór Akraneskirkju mun koma fram fyrir leik ásamt söngsveitinni Fílharmóníu og syngja eitt lag. Það eru miklar líkur á því að það verði „Ég er komin heim“.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/01/14/fimm-leikmenn-somdu-nyverid-vid-ia/