Skagamaðurinn Jón Þór Þórðarson var heiðraður af Íþrótta – og Ólympíusambandi Íslands á dögunum.
Jón Þór var um margra ára skeið framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness. Hann hefur á undanförnum misserum blásið miklu lífi í starf Körfuknattsleiksfélags Akraness, sem formaður og aðalþjálfari félagsins.
Hafsteinn Pálsson, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ, sæmdi Jón Þór silfurmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á ársþingi ÍA sem fram fór á dögunum. Frá þessu var greint fyrst á vef ÍSÍ.