Það verður mikið um að vera hjá Sjálfstæðisflokknum á næstu vikum í aðdraganda sveitastjórnarkosningana á Akranesi sem fram fara laugardaginn 26. maí.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins verður við Kirkjubraut 8 á Akranesi og verður hún opnuð með formlegum hætti laugardaginn 5. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.
Frambjóðendur verða á svæðinu og taka vel á móti gestum með vöfflukaffi frá kl. 16:00 til 18:00. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, verður á svæðinu og ávarpar gesti. Nánar á fésbókarsíðu Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
Konur verða í aðalhlutverki miðvikudaginn 9. maí. Þá verður Partý bingó í Gamla Kaupfélaginu sem Sigga Kling, súperstjarna og ofurskvísa, stjórnar. Það verður mikil veisla þetta kvöld, DJ Red Róbertsson passar upp á að halda stuðinu gangandi – og sérstakir gestir kvöldsins verða Þórdís Kolbrún, Áslaug Arna og Vala Pálsdóttir. Dagskráin hefst 20:30 og er frítt inn og boðið upp á fordrykk. Húsið opnar kl. 20.00.
Strákarnir sem eru á framboðslistanum bjóða upp á bílfar til og frá Gamla Kaupfélaginu. Til að fá „skutl“ vinsamlegast sendið skilaboð á facebook síðu Sjálfstæðisflokksins á Akranesi