Arnór skoraði tvö og tryggði Norr­köp­ing sigur – hér eru mörkin

Skagamaður­inn Arn­ór Sig­urðsson lét heldur betur til sín taka í dag þegar hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu með Norr­köp­ing í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Arnór, sem er fæddur árið 1999, og er enn 18 ára gamall gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk Norr­köp­ing gegn Öster­sund á útivelli.

Þetta eru fyrstu mörkin sem Arnór skorar fyrir Norr­köp­ing í sænsku úrvalsdeildinni.  Íslendingar voru áberandi í liði Norr­köp­ing því Guðmundur Þórarinsson lagði upp bæði mörkin.

 

Norr­köp­ing er í 3. sæti deild­ar­inn­ar með 13 stig.