Miðflokkurinn býður fram á Akranesi – Helga leiðir listann

Helga K. Jónsdóttir, vélsmiður, mun leiða lista Miðflokksins til komandi bæjarstjórnarkosninga á Akranesi.

Í öðru sæti er Rúnar Ólason, framkvæmdastjóri. Í því þriðja er Steinþór Árnason, veitingamaður. Í því fjórða er Hörður Svavarsson, rafvirkjameistari. Í því fimmta er Kolbrún Líndal Jónsdóttir, innkaupastjóri og í því sjötta er Íris Baldvinsdóttir, kennari. Frá þesu er greint í tilkynningu frá Miðflokknum. Málefnaáherslur flokksins verða kynntar á næstu dögum.

Listinn í heild sinni er eftirfarandi:

Helga K. Jónsdóttir, vélsmiður.
Rúnar Ólason, framkvæmdastjóri
Steinþór Árnason, veitingamaður
Hörður Svavarsson, rafvirkjameistari
Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir, innkaupastjóri
Íris Baldvinsdóttir, kennari
Lárus Jóhann Guðjónsson, málari
Krystyna Jabloszewa, fiskverkakona
Gunnar Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Hallbjörn Líndal Viktorsson, rafvirki
Ásgeir Einarsson, kafari
Svavar Sigurðsson, starfsmaður hjá Norðuráli
Örn Már Guðjónsson, bakari
Jón Andri Björnsson, verslunarmaður
Gunnar Þór Heiðarsson, hafnarverndarfulltrúi
Oddur Gíslason, sjómaður
Bergþór Ólason, alþingismaður