Vignir, Kári og Ágúst fengu samtals 17 gullverðlaun

Sundgarpar úr Sundfélagi Akraness náðu frábærum árangri á Íslandsmeistaramóti Garpa. Á þessu móti keppa þaulreyndir keppendur sem eru 25 ára og eldri.

Alls settu þrír keppendur úr ÍA fimm Íslandsmet, þeir fengu 17 gullverðlaun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Vignir Barkarson, Kári Geirlaugsson og Ágúst Júlíusson voru hetjurnar úr ÍA að þessu sinni.

 

Kári, sem keppir í flokki 65-69 ára vann til 8 gullverðlauna og setti íslandsmet í 50 m baksundi og 100 m fjórsundi.

Ágúst, sem keppir í flokki 25-29 ára, vann 5 gullverðlaun og setti íslandsmet í 50m og 100 m flugsundi og í 50 m baksundi.

Vignir, sem keppir í flokki 50-54 ára vann til fjögurra gullverðlauna, og hann fékk einnig silfur -og brons.

Uppfært:  Elín Viðarsdóttir, sem er frá Akranesi, krækti í fimm gull og setti þrjú Íslandsmet á þessu móti.