Kári með vindinn í fangið eftir 5-1 tap gegn Fjarðabyggð

Kári fékk eldskírn í 2. deild karla í knattspyrnu í dag þegar liðið tók á móti Fjarðabyggð í Akraneshöllinni. Þetta var fyrsti leikur Kára í þriðju efstu deild.

Guðlaugur Þór Brandsson kom Kára yfir á 15. mínútu með glæsilegu skoti af löngu færi. Þar skrifaði hann nýjan kafla í sögu Kára og er fyrsti markaskorari félagsins í þessari deild. Adam Örn Guðmundsson jafnaði metin fyrir gestina og staðan í hálfleik var 1-1.

Káramenn lentu síðan í töluverðum erfiðleikum með gestina í síðari hálfleik. Sindri Snæfells Kristinsson leikmaður Kára fékk rautt spjald á 40. mínútu fyrir brot og mótmæli í kjölfarið.

Það reyndist stór biti fyrir heimamenn sem náðu ekki að halda í við þaulreynt lið Fjarðabyggðar.

Mate Coric, Aleksandar Stojkovic, Adam Örn Guðmundsson og  Javier Angel Del Cueto Chocano bættu við mörkum í síðari hálfleik.

Hér má sjá samantekt frá ÍA TV frá leiknum.



Næsti leikur Kára er um næstu helgi gegn Huginn á Seyðisfirði.