Slegið í gegn í efnisgeymslunni – ásýndin breytist daglega

Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í niðurrifi Sementsverksmiðjunnar. Ásýndin breytist mikið daglega.

Á þessari mynd, sem Þorvaldur Sveinsson, tók úr aðstöðu Ljósmyndafélagsins Vitans við Suðurgötu má sjá hvernig útsýnið gæti litið út þegar efnisgeymslan verður farinn.

Það glittir í Akraneshöfnina í gegnum gatið sem er í efnisgeymslunni. Ásýnd Suðurgötunnar mun breytast gríðarlega þegar þessi mannvirki verða farinn – og gleður það án efa marga.