Skagamenn létu að sér kveða á sundmóti í Danmörku

Ungir iðkendur úr Sundfélagi Akraness upplifðu mikið ævintýri í Danmörku þar sem 14 manna hópur dvaldi í keppnis – og skemmtiferð s.l. daga.

Þetta var fyrsta keppnisferð hópsins á erlendri grundu en keppt var í Farum. Veðrið lék við Skagamennina í þessari ferð og gekk ferðin mjög vel.

Sundkrakkarnir bættu mörg hver tíma sína sem er gleðilegt. Mótið fór fram á laugardag og sunnudag en eftir það héldu krakkarnir til Kaupmannahafnar þar sem borgin var skoðuð og Tívolí heimsótt.

Kristján Magnússon vann til gullverðlauna í 100 m skriðsundi og bronsverðlaun í 200 m. skrið, 50 m. og 100 m. baksundi. Guðbjarni Sigþórsson bætti eigið Akranesmet í 100 metra flugsundi og 50 metra flugsundi.Þeir krakkar sem tóku þátt í þessu skemmtilega verkefni voru þau :

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Íris Rakel Aðalsteinsdóttir, Kristján Magnússon, Auður María Lárusdóttir, Karen Káradóttir, Helga Rós Ingimarsdóttir, Íris Petra Jónsdóttir, Aldís Thea Glad Danielsdóttir, Freyja Hrönn Jónsdottir, Bjarni Snær Skarphéðinsson, Tómas Týr Tómasson, Mateuz Kuptel og Guðbjarni Sigþórsson.