Framsókn og frjálsir með mesta fylgið á Akranesi

Tæplega 1400 hafa tekið þátt í skoðanakönnun á skagafrettir.is. Spurningin er einföld. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi 26. maí 2018? Alls eru fjórir valkostir í þessari könnun.

Framsókn og frjálsir eru með mesta fylgið eða 33,1 %, þar á eftir kemur listi Samfylkingar með 29%, Sjálfstæðiflokkurinn er með 26,4% og Miðflokkurinn er með 11,5%.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 41,3% atkvæða í kosningunum 2014 og náði meirihluta í bæjarstjórninni.

Flokkurinn vann þrjá bæjarfulltrúa í síðustu kosningum og hefur nú fimm af níu. Framsókn og frjálsir eru með einn fulltrúa, Samfylkingin tvo og Björt framtíð er með einn.

 

Hvaða flokk ætlar þú að kjósa í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi 26. maí 2018?