Á síðasta fundi bæjarráðs Akraness var tekin fyrir tillaga um samþykkt fyrir öldungaráði Akraness. Öldungaráð starfar í umboði bæjarstjórnar. Nánar hér:
Öldungaráð skal vera bæjarstjórn, nefndum og ráðum Akranesskaupstaðar til ráðgjafar um öll málefni og hagsmuni þeirra bæjarbúa sem eru 67 ára og eldri.
Það skal afla upplýsinga um málefni aldraðra og miðla þeim eftir þörfum, leggja fram tillögur þar sem úrbóta er þörf og vera í samstarfi við hlutaðeigandi nefndir og ráð í stefnumótun í málaflokknum.
Öldungaráð fjallar ekki um málefni einstaklinga og ráðið er ekki framkvæmdaaðili.