Hákon skoraði sitt fyrsta mark og Ísak var fyrirliði

Skagamenn komu mikið við sögu í vináttulandsleik U15 ára og yngri í knattspyrnu karla. Ísland mætti þar Sviss í vináttuleik en leikið var á Eimskipsvellinum í Laugardal. Hákon Arnar Haraldsson skoraði mark Íslands í 4-1 tapi liðsins.

Markið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Liðin mætast aftur fimtudaginn 10. maí og hefst sá leikur klukkan 11:00, en hann fer einnig fram á Eimskipsvellinum í Laugardal.

Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson var fyrirliði Íslands í þessum leik.

 

Byrjunarlið Íslands
Pálmi Rafn Arinbjörnsson (M)
Óli Valur Ómarsson
Eyþór Orri Ómarsson
Arnór Gauti Úlfarsson
Tómas Bjarki Jónsson
Kristófer Jónsson
Anton Logi Lúðvíksson
Ísak Bergmann Jóhannesson (F)
Hákon Arnar Haraldsson
Guðmundur Tyrfingsson
Danijel Dejan Djuric