Leikskólinn Vallarsel á Akranesi fékk í gær viðurkenningu sem Stofnun ársins í flokki minni stofnanna. Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar varð í öðru sæti í þessu kjöri.
Félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. velja nú „Stofnun ársins – Borg og Bær“ í áttunda sinn. Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað, ríki og fleirum.
Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR. og St.Rv. auk fjármálaráðuneytisinsins og Félagsbústaða hf. sem tóku þátt í könnuninni fyrir alla starfsmenn.