Það hefur verið mikið líf í Akraneshöfn að undanförnu. Margir smábátar hafa landað þar afla en strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Veiðin hefur gengið vel á strandveiðitímabilinu en hámarksafli á strandveiðinni eru 770 kg. á dag.
Aðrir bátar hafa aflað vel og má þar nefna að Eskey landaði á fimmta tug tonna á þremur dögum. Hér má sjá myndand sem Sigurjón Jósefsson birti á fésbókarsíðu sinni – en myndbandið var tekið 2. maí s.l.