Steinar er sjóðheitur fyrir framan markið hjá ÍA

Steinar Þorsteinsson hefur farið vel af stað með mfl. ÍA í knattspyrnu karla í Inkasso-deildinni. Hinn tvítugi framherji hefur skorað bæði mörk liðsins en ÍA er í efsta sæti Inkasso-deildarinnar þegar þetta er skrifað með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.

Steinar, sem lék sinn fyrsta mfl. leik  árið 2015 svarar hér nokkrum laufléttum spurningum og þar kemur m.a. fram að hann er á föstu, á ekki bíl, hann elskar Galito, þrist, lúxusdýfu og jarðaber í bragðarefinn – og leyndur hæfileiki Steinars er að geyma mat í kinninni á meðan hann borðar.

Fullt nafn: Steinar Þorsteinsson.

Gælunafn sem þú þolir ekki: Stonefucker er vel þreytt.

Aldur: 20 ára.

Hjúskaparstaða: Föstu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015 á móti KR.

Uppáhalds drykkur: Nocco.

Uppáhalds matsölustaður: Galito.

Hvernig bíl áttu: Engan í augnablikinu því miður.



Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Rick and Morty eins og staðan er í dag.

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, lúxusdýfu og jarðaber.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Thorsteinn Vilhjalmsson hefur millifaert ……kr inn a thig.

Hvaða þrjá einstaklinga tækir þú með þér til Vegas: Viktor, Birgir og Dodda.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Óskar Örn.

Steinar Þorsteinsson. Mynd/Ágústa

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Morten Beck, gæjinn getur hlaupið.

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum keflavík í 2 fl. í undanúrslitum 2-1.

Mestu vonbrigðin: Þegar við féllum í fyrra.

Uppáhalds lið í enska: Man Utd.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hilmar Árni.

Uppáhalds staður á Íslandi: Hagamelur.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ólafur Valur.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Aldís Ylfa.



Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar einn ónefndur aðili reif á sér punginn eftir tæklingu og var að sýna Lúlla þjálfara á sér vininn og var ekkert að spá i því að áhorfendurnir stóðu bara beint fyrir aftan Lúlla.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Vapor.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Alexander, Hilmar og Stefán.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er góður að geyma mat í kinninni á meðan ég borða, ógeðslegt ég veit…