Unnur Ýr tryggði ÍA sigur gegn Haukum

Kvennalið ÍA í knattspyrnu byrjaði tímabilið vel í Inkasso-deildinni.

Unnur Ýr Haraldsdóttir fyrirliði ÍA skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri á útivelli gegn Haukum í gær.

ÍA er spáð þriðja sætinu í Inkasso-deild kvenna og verður áhugavert að fylgjast með liðinu í sumar.