Verðlaunakrimminn Marrið er enn eina vikuna mest selda bók landsins. Eva Björg Ægisdóttir frá Akranesi fékk á dögunum afhent spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Marrið í stiganum.
Bókin hefur vakið mikla athygli og góða dóma. Eins og áður segir er um spennusögu að ræða sem gerist á Akranesi.
Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson eru hugmyndafræðingarnir að baki Svartfuglinum sem ætluð eru höfundum sem ekki hafa áður sent frá sér glæpasögu.
Eva er eins og áður segir frá Akranesi en foreldrar hennar eru Ægir Jóhannsson og Sigríður Björk Kristinsdóttir.