Rótarýklúbburinn lagði ný þrep í Selsbrekkuna – óska eftir aðstoð

Félagar í Rótarýklúbbi Akraness hafa lagt ýmsum málefnum lið á undanförnum árum og áratugum með sjálfboðavinnu.

Nýverið lagfærði kraftmikill hópur frá Rótarýklúbbnum þrepin í Selbrekkunni í Akrafjallinu. Gönguleiðin er sú vinsælasta í Akrafjallinu og mikið notuð af útivistarfólki.

Alls voru 26 ný þrep sett niður í stað þeirra gömlu, sem voru lúinn og gömul. Félagarnir í Rótarýklúbbnum óska eftir aðstoð göngugarpa að taka gömlu þrepin með sér eftir fjallgönguna.

Hægt er að leggja gömlu þrepin við girðinguna við bílastæðið rétt neðan við Selsbrekkuna. Þau verða síðan fjarlægð við tækifæri.

 

Auglýsing