„Amma bjútí“ og Vestlendingur ársins 2016 er í atvinnuleit

Andrea Þ. Björnsdóttir, sem hlaut sæmdarheitið Vestlendingur ársins 2016, eða bara „Amma bjútí“ er í atvinnuleit.

Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Andreu þar sem hún skrifar eftirfarandi.

Við hér á Skagafréttir tökum við boltanum og sendum hann áfram á þá sem hafa áhuga á að ráða þessa kjarnakonu í vinnu.

„Ég er ekki með 5 háskólagráður en ég kann að vinna, tel mig vera samviskusama, harðduglega, gullfalleg að sjálfsögðu með skemmtilegan húmor,þoli ekki drasl og sóðaskap, er að leita mér að framtíðarvinnu á Akranesi, er laus eftir 13 águst, ef þú veist um vinnu sem henntar mér þá máttu endilega senda mér skilaboð kv amma bjúdí.“

Andrea var tilnefnd sem Vestlendingur ársins fyrir einstaka ósérhlífni við að koma til aðstoðar þeim sem þess þurfa. Hún hefur m.a. stutt við söfnun til handa Englaforeldrum og fyrir sjúka. Yfirleitt fjármagnar hún söfnun sína með því að kaupa lakkrís og önnur sætindi í heildsölu og selja á mörkuðum og eftir pöntunum. Þannig hefur hún nú stutt við fjölda fólks með beinum og óbeinum hætti. Kjörorð hennar eru: „Það er ljúft að hjálpa.“

Auglýsing