Áhugavert viðtal við Þórð Sævarsson á Hringbraut

Skagamaðurinn Þórður Sævarsson er í fremstu röð á Íslandi þegar kemur að klifuríþróttinni.

Sjónvarpsstöðin Hringbraut birti á dögunum áhugavert viðtal við Þórð þar sem hann rifjaði upp skemmtilega viðburði sem hann stóð fyrir með félögum sínum sem stunda það að ganga á línu.

Eins og sjá má í þessu myndbandi fóru Þórður og félagar ótroðnar slóðir í fyrrasumar þegar þeir fóru víðsvegar um landið í línugöngunni. Akrafjallið spilar þar stórt hlutverk.

Auglýsing



Þórður opnaði á dögunum Smiðjuloftið á Akranesi þar sem að klifuríþróttin fékk nýja frábæra aðstöðu. Smiðjuloftið er ekki aðeins fyrir klifuríþróttina því þar er hægt að gera ýmislegt annað.

Nánar á fésbókarsíðu Smiðjuloftsins.

Myndbandið er hér fyrir neðan úr þættinum Eldhugar sem sýndir eru á Hringbraut.

Auglýsing