Skagafréttir hafa frá upphafi lagt mesta áherslu á jákvæðar fréttir frá Akranesi og af Skagamönnum nær og fjær.
Það er reyndar ekkert jákvætt við það að missa vinnuna en við sjáum eitthvað jákvætt við að Kínaævintýri Dean Martin er á enda.
Frá því var greint í dag að öllu þjálfarateymi kínverska kvennalandsliðsins í knattspyrnu var sagt upp störfum.
Þrátt fyrir að liðið hafi náð að tryggja sér keppnisrétt í úrslitum Heimsmeistaramótsin – og liðið endaði í þriðja sæti á Asíuleikunum.
Dean segir frá því á fésbókarsíðu sinni að hann hafi upplifað góða tíma með kínverska landsliðinu – og það sé eitthvað sem hann muni aldrei gleyma.
„Svona er fótboltinn og þess vegna elskum við þessa íþrótt,“ segir Dean ennfremur.
„Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir stærstu þjóð heims – en ég er tilbúinn í næstu áskorun,“ bætir Dean við.
Það sem er jákvætt við þessi tíðindi er að það eru miklar líkur á því að golfiðkun Dean Martin muni stóraukast á Garðavelli á Akranesi – og þar verður farið hratt yfir. Og í öðru lagi eru miklar líkur á því að starfskraftar Dean Martin verði nýttir á Íslandi á ný – og það er jákvætt.
„Svona er fótboltinn. Þessu frábæra ferðalagi er lokið. Vissulega eru það vonbrigði að fá ekki tækifæri til að fara með liðið á HM. Kröfurnar sem gerðar voru um árangur voru mikla og að mati þeirra sem stjórna þá vorum við ekki að uppfylla þær. Að okkar mati var liðið búið að ná miklum framförum – bæði hvað varðar líkamsástand og leikstíl. Ég óska Kína alls hins besta og góðs gengis á HM -og það voru forréttindi að fá að tækifæri að vinna með þessu liði. Þetta var ævintýri sem ég hefði ekki viljað missa af,“ segir Dean Martin við Skagafréttir.
Auglýsing