Metnaðarfull menningarstefna samþykkt fyrir Akraneskaupstað

Menningarstefna Akraness fyrir árin 2018-2023 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær, 22. maí 2018. Unnið hefur verið að stefnumótun í menningarmálum á undanförnum tveimur árum. Menningarstefna Akraness skal endurskoðuð á þriggja ára fresti.

Í stefnunni segir m.a. Menningar- og safnastarfi er ætlað það hlutverk að auðga líf íbúa og gesta, með söfnun, uppbyggingu, varðveislu og miðlun menningarverðmæta og skapa upplifun úr þeirri auðlind.

Kaupstaðurinn vinnur að þessu með almennum aðgerðum s.s. rekstri menningarstofnana, utanumhaldi menningartengdra viðburða og hátíðarhalda. Jafnframt með stuðningi við skapandi einstaklinga og starfandi menningarfélög ásamt því að virkja fyrirtæki og stofnanir kaupstaðarins.

Tilgangur Menningarstefnu Akraness er að setja fram áherslur í málaflokknum og skapa jarðveg svo menningarlíf á Akranesi haldi áfram að blómstra og eflast.

Í stefnunni er lögð áhersla á að kaupstaðurinn móti umgjörð og veiti stuðning við menningarlíf. Íbúar hafi tök á að standa fyrir og sækja fjölbreytta viðburði.

Hlúð verði sérstaklega að menningaruppeldi. Starfsemi menningarstofnana sé metnaðarfull og hvatt sé til samstarfs í sem víðustum
skilningi.

Auglýsing



MEGINMARKMIÐ

1. Akraneskaupstaður móti umgjörð og veiti stuðning, í þeim tilgangi að sköpun og
upplifun menningar og lista blómstri.

2. Akraneskaupstaður standi fyrir og styðji við viðburðahald sem er opið öllum.

3. Akraneskaupstaður vinni markvisst að menningaruppeldi barna og ungmenna svo að
menning og listsköpun verði sjálfsagður og eðlilegur þáttur í lífi þeirra.

4. Akraneskaupstaður hlúi að helstu stoðum menningar í samfélaginu, standi vörð um
sögu og menningu kaupstaðarins og miðli henni til bæjarbúa.

Menningarstefna Akraness er í heild sinni hér fyrir neðan – smelltu á myndina til að lesa.

Auglýsing