„Teddi veðurfræðingur“ fékk að heyra það frá vinnufélögunum

Skagamaðurinn Theodór Freyr Hervarsson var til umfjöllunnar í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun.

Þar var sagt frá því að veðurfræðingurinn hafi þurft að beita öllum kröftum sínum til það hemja trampólín sem fór af stað fyrir utan heimili hans á Akranesi.

„Það voru sérstakar aðstæður í garðinum hjá mér á laugardaginn. Ég hélt að það væri nógu vel gengið frá trampólíninu,“ sagði veðurfræðingurinn í útvarpsþættinum.

Auglýsing



„Teddi“ hefur fengið að heyra það frá vinnufélögum sínum á Veðurstofu Íslands eftir atvikið – enda eru veðurfræðingar iðnir við að vara fólk við því að festa trampólínin vel þegar vond veður ganga yfir landið.

 

Auglýsing