Dreyri fær langþráða reiðskemmu á Æðarodda

Akraneskaupstaður og Hestamannafélagið Dreyri skrifuðu á dögunum undir viljayfirlýsingu um byggingu á reiðskemmu sem staðsett verður við Æðarodda.

Mannvirkið sem um ræðir verður alls 1.125 m2 að stærð, á einni hæð og ætlað til iðkunar hestaíþrótta, þ.e. þjálfunar, kennslu og keppni. Til samanburðar þá er gólfflötur íþróttahússins við Vesturgötu 20×40 metrar eða 800 fermetrar.

Stefnt er að því að reiðskemman verði tekin í notkun á árinu 2019. Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstað.

Mikil ánægja og tilhlökkun er með Dreyramanna um væntanlega framkvæmd en félagsmenn hafa beðið lengi eftir þessari ákvörðun.

Akraneskaupstað gefst einnig tækifæri á að nýta mannvirkið án endurgjalds til skipulags frístundastarfs á vegum bæjarins.

Akraneskaupstaður fjármagnar uppbyggingu á reiðskemmunni í gegnum fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. Hámarksframlag bæjarins getur aldrei orðið meira en 60 m.kr.

Áætlað er að reiðhöllin verði staðsett sunnan við félagsheimili Dreyra á Æðarodda.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/02/07/nefnd-sett-a-laggirnar-vegna-reidhallar-dreyra/

Auglýsing