Jón Vilhelm Ákason og Ragnar Már Lárusson skoruðu mörk Kára í gær þegar liðið lagði topplið Þróttar úr Vogunum í 2. deild karla í knattspyrnu.
Þróttur úr Vogum er í efsta sæti 2. deildar en Kári er í öðru sæti. Þetta var þriðji sigurleikur Kára í röð.
Liðið tapaði fyrsta leiknum en frá þeim tíma hefur liðið rétt úr kútnum og landað þremur sigrum.
Kári og Þróttur V. eru bæði með 9 stig að loknum fjórum umferðum í tveimur efstu sætunum.
Auglýsing
Auglýsing