Nýtt lag frá Ingu Maríu frumflutt á Bylgjunni

Skagakonan Inga María Hjartardóttir frumflutti í dag nýtt lag – á útvarpsstöðinni Bylgjunni. Inga María var í viðtali við Rúnar Róbertsson og þar var lagið All about tonight frumflutt.

Inga María, heitir fullu nafni Ingveldur María Hjartardóttir og er hún fædd árið 1994. Foreldrar hennar eru Sigríður Indriðadóttir og Hjörtur Hróðmarsson.

Árið 2013 flutti Inga María til Bandaríkjanna og hóf nám í Berklee College of Music í Boston.

Námið kláraði hún á þremur og hálfu ári og flutti síðan til Los Angeles í janúar 2017 þar sem hún er búsett.

Inga María mun starfa í sumar á Íslandi við tónlistana eins og fram kemur í þessu viðtali á Bylgjunni í dag.

AuglýsingAuglýsing