Þrír flokkar með mjög svipað fylgi á Akranesi

Fjórir flokkar bjóða fram til bæjarstjórnarkosninga á Akranesi 2018. Kosningin hófst  í Brekkubæjarskóla  kl. 9:00 í morgun, laugardaginn 25. maí og lýkur kjörfundinum kl. 22:00.

Skagafréttir settu upp í vikunni skoðanakönnun á fréttavefnum. Alls bárust 1.351 atkvæði.

Alls eru á kjörskrá á Akranesi 5.183 einstaklingar, þar af 2.638 karlar og 2.545 konur.

Spurningin var eftirfarandi: Hvar mun þitt ætkvæði enda í bæjarstjórnarkosningunum 2018?

Þrír flokkar af þssum fjórum skipta með sér tæplega 80% atkvæða. Rúmlega 8% er enn ekki búnir að gera upp hug sinn og 3,6% ætla að skila auðu.

Framsókn og frjálsir fengu tæplega 30% atkvæða í þessari könnun, Sjálfstæðisflokkurinn 26,5% og Samfylkingin fékk 23,6% – og Miðflokkurinn er með tæp 9% í þessari könnun.

Framsókn og frjálsir: 397 atkvæði / 29,4 %

Sjálfstæðisflokkur : 356 atkvæði / 26,5%

Samfylkingin: 319 atkvæði / 23,6%

Miðflokkur: 120 atkvæði / 8,9%


Óákveðinn: 111 atkvæði  / 8,2%


Kýs en skila auðu: 48 atkvæði / 3,6%

Skipting í kjördeildir á Akranesi er sem hér segir:

Kjördeild I – Akralundur til og með Grundartúni
Kjördeild II – Hagaflöt til og með Reynigrund
Kjördeild III – Sandabraut til og með Þjóðvegi

Auglýsing