Þrír flokkar af þeim fjórum sem buðu fram í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi 2018 náðu fulltrúum inn í bæjarstjórnina. Kjörsókn var 62,73 % en alls kusu 3.252 af þeim 5.182 sem voru á kjörskrá. Fyrir fjórum árum var kjörsóknin 63,37%.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði og fjóra fulltrúa en tapaði einum fulltrúa frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Samfylkingin fékk 3 fulltrúa og bætir við sig einum fulltrúa. Framsókn og frjálsir fengu 2 fulltrúa og bætir við sig einum frá árinu 2014.
Miðflokkurinn fékk 196 atkvæði en náði ekki inn fulltrúa í bæjarstjórnina. Björt Framtíð bauð ekki fram í kosningunum að þessu sinni en flokkurinn fékk einn fulltrúa árið 2014 – sem skipaði meirihluta með Sjálfstæðisflokkum 2014-2018.
Úrslit bæjarstjórnarkosninganna á Akranesi 2018:
B – Framsókn og frjálsir / 753 atkvæði / 21,8% / 2 fulltrúar
*Elsa Lára Arnardóttir, Ragnar Baldvin Sæmundsson.
D – Sjálfstæðisflokkurinn / 1.429 atkvæði / 41,4% / 4 fulltrúar
*Rakel Óskarsdóttir, Sandra Sigurjónsdóttir, Einar Brandsson, Ólafur Adolfsson.
M – Miðflokkurinn / 196 atkvæði / 5,7%
S – Samfylkingin / 1.077 atkvæði / 31,2% / 3 fulltrúar
*Valgarður Lyngdal Jónsson, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Bára Daðadóttir.
Fjöldi á kjörskrá: 5.184. Fjöldi sem hafa kosið: Samtals 3.252. Kjörsókn: 62,73%.
Kjörsókn á sama tíma árið 2014 var 63,37%.
Þrír flokkar skipa bæjarstjórnina næstu fjögur árin á Akranesi.
Sjálfstæðisflokkur var með fimm fulltrúa í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili og var í meirihluta með fulltrúa Bjartrar Framtíðar. Samfylking var með tvo fulltrúa og Framsókn og frjálsir með einn fulltrúa.
Rakel Óskarsdóttir – D
Valgarður Jónsson – S
Elsa Lára Arnardóttir – B
Sandra Sigurjónsdóttir – D
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir – S
Einar Brandsson – D
Ragnar Baldvin Sæmundsson – B
Ólafur Adolfsson – D
Bára Daðadóttir – S
Auglýsing